HÖNNUNARMARS
verður næst 15.-18. mars 2018.

Hátíðin spannar vítt svið, þar sýna helstu hönnuðir þjóðarinnar það sem í þeim býr og nýútskrifaðir hönnuðir stíga sín fyrstu skref. HönnunarMars er uppskeruhátíð, þar fara fram viðskiptastefnumót íslenskra og erlendra fyrirtækja við fyrirtæki hönnuða.

Í HönnunarMars felast tækifæri til þróunar, mennta og nýsköpunar. Síðast en ekki síst felast þar gríðarleg tækifæri til kynningar á Íslandi.

Á HönnunarMars eru hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.

Ríflega 100 viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar ár hvert. Þar á meðal eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar.
Á HönnunarMars sameinast allar greinar hönnunar; grafísk hönnun, fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun,
og vöruhönnun.


Sjá nánar á  www.honnunarmars.is