MÆNA
er tímarit um grafíska hönnun á Íslandi sem er gefið út árlega af útskriftar-
nemum í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Fyrsta tölublaðið kom út
árið 2010, en áttunda tölublaðið kom út í mars 2017.

Útskriftarnemarnir hanna blaðið og taka þátt í rit- og verkstjórn.
Blaðið er ókeypis og er dreift í tengslum við Hönnunarmars.