Sjavarklasinn6.jpg

HÖNNUNARMARS 2016
Sýning FÍT á því sem vann til verðlauna sem það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum árið 2015, var haldin á HönnunarMars í Sjávarklasanum á Granda.

FÍT stóð einnig fyrir fjölbreyttum samsýningum eins og undanfarin ár
og bauð félögum að nýta húsnæðið til sýningarhalds með félaginu.

Þannig voru sex aðrar sýningar einnig í húsnæðinu:
Vættir, Mæna, Hamskipti, Hunters, The Art of Graphic Storytelling og Places of Origin sem var sýning grafískra hönnuða frá Póllandi.

VERÐLAUNAAFHENDING Í TJARNARBÍÓ
Verðlaunaafhending FÍT keppninnar fór fram í Tjarnarbíó daginn fyrir opnun HönnunarMars, sama kvöld og FÍT sýningin og aðrar sýningar voru opnaðar í Sjávarklasanum.
Hörður Lárusson fyrrum formaður FÍT til fjölda ára var útnefndur heiðursfélagi FÍT á verðlaunaafhendingunni.

SÝNINGAR Í SJÁVARKLASANUM 2016

FÍT keppnin 2016
Það besta í grafísk hönnun og myndskreytingum á Íslandi árið 2015. Keppnin var nú haldin í sextánda skiptið. Dómnefnd valdi þau verk sem þóttu skara fram úr og verkin sem unnu til verðlauna og viðurkenninga voru sýnd á veglegri sýningu.

Vættir
Veggspjaldasamsýning 36 teiknara var haldin í annað skipti á HönnunarMars. Myndefnið að þessu sinni var „Vættir“ eða yfirnáttúrulegar verur, sem hver teiknari túlkaði á sinn hátt.

Mæna
Mæna tímarit um hönnun á Íslandi var nú gefin út í 7. skiptið. Tímaritið er gefið út árlega af nemendum á lokaári í grafískri hönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, í samstarfi við prentsmiðjuna Odda og Gunnar Eggerts.

Hamskipti
Nemendur á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands voru með veggspjaldasýningu þar sem þeir nálguðust hugtakið „hamskipti“ á ólíkan hátt.

Hunters
Röð teikninga sem unnar voru með blandaðri tækni og sýna börn halda í æskuna og leikgleðina. Vinnustofa Erlu & Jónasar er hönnunar- og myndskreytistúdíó, rekið af hjónunum Erlu Maríu Árnadóttur og Jónas Valtýssyni.

The Art of Graphic Storytelling
Vinnustofa og sýning Nikki Kurt; Graphic Storytelling um hvernig við hlustum og meðtökum upplýsingar.

Places of Origin
Polish Graphic Design in Context. Grafísk hönnun frá Póllandi sett í sitt eigið landfræði- og menningarlega samhengi.

MYNDIR FRÁ SÝNINGUNUM

Ljósmyndari Kristín Edda Gylfadóttir