HÖNNUNARMARS 2015
FÍT fékk rúmgott húsnæði fyrir hina árlegu verðlaunasýningu í fyrrum
NÝLÓ (Nýlistasafn Íslands), sem er gamalt verksmiðjuhúsnæði Frón kexverksmiðjunnar á Skúlagötu 30, Reykjavík. Þar voru sýnd þau verk
sem dómnefnd FÍT þótti skara frammúr á árinu 2014.

FÍT hvatti félaga sína til að taka þátt og vera með sýningu í húsnæðinu,
svo þar voru einnig sjö aðrar sýningar á HönnunarMars.

 SÝNINGAR Í NÝLÓ 2015

Absurd Signs
Siggi Odds sýndi veggspjöld eða skilti sem sýndu karaktera sem tjáðu boð og bönn á súrrealískan hátt.

Einkenni Hönnunarmars
Studio Erla og Jónas hönnuðu einkenni Hönnunarmars 2015, en að baki Studiosins eru þau Erla María Árnadóttir myndskreytir og Jónas Valtýsson grafískur hönnuður.

FÍT sýningin
Sýning á þeim verkum sem unnu til verðlauna og viðurkenninga í hinni árlegu FÍT keppni, um það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi árið 2013.

Hjartalag
kynnir hönnun Huldu Ólafsdóttur sem er grafískur hönnuður frá Akureyri. Hulda hannar margskonar vörur þ.á.m. litríka hjartalaga kertabera, með það að markmiði að breiða út hlýju, kærleika og jákvæðan boðskap. Hún notar eigin ljóð, gullkorn og texta við
hönnun sína.


Merkisdagar - logo sýning
Oscar Bjarnason sýndi grafíska hönnun í formi merkja fyrir afmælis og tyllidaga. Síðastliðin fimm ár hefur Oscar gefið vinum sínum og vandamönnum afmælismerki sem hann hannaði sérstaklega í tilefni dagsins. Reglan er að ekki megi fara meira en 10-15 mín. í hönnun merkis, frá hugmynd að loka útfærslu. Í merkjunum leitast Oscar við að bræða saman persónuleika og einkenni viðkomandi á sem einfaldastan hátt. Hann hefur teiknað meira en þrjú hundruð merki og sífellt fleiri bætast í hópinn dag hvern.

Mæna tímarit útskriftarnema LHI
Útskriftarnemar LHÍ í grafískri hönnun sýndu sjötta og nýjasta tbl. Mænu sem þau unnu að um veturinn.

Ofurhetjur í amstri dagsins
Samsýning tuttugu og þriggja starfandi myndhöfunda, teiknara og myndskreyta, sýndu veggspjöld sem þau unnu eftir þemanu
„Ofurhetjur í amstri dagsins“.


Type OR
OR Type er fyrsta og eina leturútgáfa Íslands, stofnuð árið 2013 af GUNMAD, eða þeim Guðmundi Inga Úlfarssyni og Mads Freund Brunse.

MYNDIR FRÁ SÝNINGUNUM

Ljósmyndir Kristín Edda Gylfadóttir