HÖNNUNARMARS 2014
Vegleg FÍT sýning var haldin á HönnunarMars í Safnahúsinu (þá Þjóðmenningarhúsið) við Hverfisgötu. FÍT stóð einnig fyrir fjölbreyttum samsýningum grafískra hönnuða og myndskreyta og bauð félögum að nýta Þjóðmenningarhúsið til sýningarhalds með félaginu. Til sýnis voru m.a. veggspjöld, plötuumslög, barnabók, merki, endurunninn handgerður pappír, letur, rannsóknarverkefni og margt fleira. Þá stóð FÍT einnig fyrir tveimur fyrirlestrum.

Auk þess stóð FÍT fyrir sýningunni „Fegursta orðið“ en skömmu áður hafði Háskóli Íslands staðið að vali fegursta orðs íslenskrar tungu með Íslendingum og valdi dómnefnd 30 fallegustu orðin. FÍT notaði verkefnið sem inntak sýningar og fékk 30 úrvals teiknara
til að túlka hver um sig eitt af orðunum 30 eftir eigin höfði.
Þúsundir gesta lögðu leið
sína á sýningarnar.

SÝNINGAR Í SAFNAHÚSINU 2014

Børk hönnunarstofa
þátttakendur voru Geir Ólafsson, Guðmundur Ingi Úlfarsson, Hrefna Sigurðardóttir, Sigurður Oddsson og Þorleifur Gunnar Gíslason, sem sýndu teppi sem þau myndskreyttu hvert á sinn hátt og unnu með 66°N.

FÍT sýningin
Sýning á því sem vann til verðlauna og viðurkenninga í árlegri FÍT keppninni í grafískri hönnun og myndskreytingum árið 2014.

Hugskot
bók með verkum eftir Erlu Maríu Árnadóttur, myndskreyti. Í bókinni eru myndverk við sögur og frásagnir fólks af ósýnilegum vinum barna.

Í landsýn við Ísland
Ísland & William Morris - verk í vinnslu
Peter Jones gestaprófessor í LHÍ, frá Faculty of Arts, School of Art and Media, Plymouth University, Englandi
sýndi afrakstur rannsóknar sinnar um William Morris og dvöl hans á Íslandi á nítjándu öldinni.

Líffærafræði leturs - Minjar
Sigríður Rún stóð fyrir vinnustofu í fornletursuppgreftri auk þess að sýna leturverk sín. Þátttakendum bauðst að grafa eftir beinagrindum fornra íslenskra bókstafa og voru hvattir til að koma með tilgátur um innviði þeirra.

Mæna 2014 – Sagnalist
Fimmta ársrit útskriftarnema, í Listaháskóla Íslands, um grafíska hönnun á Íslandi kom út. Nemarnir hönnuðu blaðið auk þess að taka þátt í rit- og verkstjórn.  

Pappírsmótun
Kristín Edda Gylfadóttir sýndi bókamerki úr endurunnum handgerðum pappírsörkum, sem unnar eru úr gömlum slitnum bókum.
Sólveig Eva Magnúsdóttir myndskreytir og Kristín Edda myndskreyttu bókamerkin.


Skuggaleikir
Anna Margrét Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, skoðar skuggahliðar okkar og hvað við getum sjálf skapað og skoðað í skuggunum okkar. Kannski er meiri lærdóm að finna þar en við héldum.

Þett’er persónulegt – og þér er boðið
Reykjavík Letterpress bauð til boðskortaveislu þar sem gestir fengu tækifæri til að bjóða til ýmiskonar persónulegra viðburða með boðskortum sem voru búin til að staðnum ásamt frímerkjum og póstkassa.

Fyrirlestur um Norðursalt á HönnunarMars
Alberto Munoz frá Jónsson & Le'macks sagði frá verðlaunaverkefni auglýsingastofunnar, Norðursalt. Hönnuðir umbúðanna eru
AlbertoMunoz, Sigurður Oddsson og Þorleifur Gunnar Gíslason, í samstarfi við Jón Helga Hólmgeirsson vöruhönnuð og teiknarann
Mark Summars.


Fyrirlestur um Letterpress rekstur í Hollandi
Tiny Risselada, grafískur hönnuður, sagði frá Letterpress rekstri sínum í Hollandi, en þar í landi er rík hefð fyrir því að senda út heillaóska kort við ýmsa viðburði eins og barnseignir. Fyrirlestur Tiny kom til í gegnum Reykjavík Letterpress.

MYNDIR FRÁ SÝNINGUNUM

Ljósmyndir Kristín Edda Gylfadóttir