HA – RIT UM HÖNNUN OG ARKITEKTÚR
Hvernig mun hönnun slá á vaxtarverki í ferðamannaiðnaði landsins? Hvernig lítur sjávarútvegur framtíðarinnar út?
Hvað segja hönnuðir um nýjan Landspítala við Hringbraut?
Í nýjasta tölublaði HA finnur þú allt sem vert er að vita um
hönnun og arkitektúr á Íslandi.

Í öðru tímariti HA eru fastir liðir í bland við ítarleg viðtöl.
Meðal viðmælenda er Brynjar Sigurðarson vöruhönnuður, handhafi svissnesku hönnunarverðlaunanna. Katrín Ólína
fræðir okkur um verkefnið sitt Primitiva sem tilnefnt var til Hönnunarverðlauna Íslands á dögunum. Einnig er rætt við tvífarana á bak við
fatamerkið Doppelganger sem nú hasla
sér völl á sviði sjálfbærrar hönnunar.

Skilvísir FÍT félagar fengu blaðið sent heim að dyrum í nóvember lok, en annars fæst HA í verslunum Eymundsson um allt land og í helstu hönnunartengdu verslununum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Aurum, Epal, Geysi, Hrím, Kraum, Spark og Mýrinni.


HA – RIT UM HÖNNUN OG ARKITEKTÚR
Fyrsta tölublað HA kom út í mars 2015 og var póstlagt til skilvísra FÍT félaga.
Blaðið er gefið út af níu fagfélögum undir merkjum Hönnunarmiðstöðvar Íslands og er því ætlað að kynna og sýna fram á mikilvægi góðrar hönnunar.

Útgáfunnar hefur verið beðið lengi enda brýn þörf fyrir gagnrýna umræðu
um hönnun og arkitektúr hér á landi. 

Ítarlegar þverfaglegar greinar verða í bland við fasta liði og er hugmyndin að tímaritið höfði jafnt til fagfólks og áhugafólks um hönnun. Enda megin-markmið hins nýja tímarits að efla þekkingu á hönnun og arkitektúr og sýna áhrif þeirra og mikilvægi.

Blaðið kemur út tvisvar á ári og er bæði á íslensku og ensku. Næsta tölublað er væntanlegt í lok ársins 2016.