FÍT KEPPNIN 2018
FÍT kallar eftir innsendingum í árlega keppni félagsins um það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi árið 2017.

Opið er fyrir innsendingar í FÍT keppnina 2018 og fer skráning innsendinga fram á keppni.teiknarar.is

Opnað fyrir innsendingar: 18. janúar 2018
Lokaskil: 8. febrúar 2018

Í ár verður sama fyrirkomulag varðandi innsendingar og í fyrra en FÍT gefur út stöðluð sniðmát sem skal nota og annast prentun þar sem við á. Þetta er gert til að jafna vægi innsendinga og auðvelda með því dómaraferli og skapa hagræði fyrir þátttakendur.

Við ítrekum svo mikilvægi þess að fylgja skilareglum og skila lýsingum með öllum verkum. Ef skilareglur eru brotnar þá áskilur stjórn FÍT sér þann rétt að ógilda innsendingu eða breyta þannig að hún verði gjaldgeng fyrir dómnefnd, t.d. ef innsending er stærri eða lengri en reglur segja til um.

Skráningarkerfið helst óbreytt frá fyrri árum og fer fram í gegnum Ftp server.

Skil á því sem skila þarf inn, eins og t.d. bókakápur/bókahönnun og umbúðir og pakkningar, verða í Hönnunarmiðstöð Íslands, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, opið til kl. 17 á virkum dögum.

Nánari upplýsingar á keppni.teiknarar.is