FÍT keppnin
er haldin árlega. Þar er keppt um það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi og eru verkin sem vinna til verðlauna og viðurkenninga sýnd á veglegri sýningu sem undanfarin ár hefur verið haldin í tengslum við HönnunarMars.

Innsendingar í keppnina eru einnig opnar fyrir öðrum en FÍT meðlimum, enda er markmið keppninnar að endurspegla það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi en ekki eingöngu það besta meðal félagsmanna.