AÐILDARFÉLÖG

HÖNNUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS
er kynningar- og upplýsingamiðstöð fyrir íslenska hönnun á Íslandi og erlendis. Meginhlutverk Hönnunarmiðstöðvar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt. Hönnunarmiðstöð stuðlar að framgangi íslenskra hönnuða erlendis, enda felast þar stór tækifæri fyrir íslenska hönnun og framleiðsluvörur.

Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Félags íslenskra teiknara, Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins og Félags íslenskra gullsmiða. Hönnunarmiðstöð Íslands er rekin fyrir fjárframlög frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. 

Fulltrúi FÍT í stjórn Hönnunarmiðstöðvar er Hörður Lárusson.
www.honnunarmidstod.is


MYNDSTEF
Tilgangur samtakanna er að fara með höfundarétt félagsmanna vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum þeirra og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á þessu sviði. Myndstef innheimtir þóknun fyrir notkun á höfundarétti félagsmanna sinna og kemur henni til skila til þeirra. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni.

Aðilar að samtökunum eru; Félag íslenskra teiknara, félög myndlistarmanna, ljósmyndara, leikmynda- og búningahöfunda, arkitekta, hönnuða og ýmissa annarra stofnanna og einstaklinga sem fara með höfundarétt myndverka.

Myndstef fylgist einnig með og leitast við að hafa áhrif á þróun laga og reglna svo og viðskiptahátta á þessu sviði og annast samningagerð félagsmanna við opinbera aðila og einkaaðila um höfundaréttarleg hagsmunamál félagsmanna.

  • Höfundarétturinn varir alla ævi þína og gildir í 70 ár eftir andlát þitt - höfundarétturinn erfist.
  • Myndstef aðstoðar við að standa vörð um réttindi þín sem myndhöfundur.
  • Aðilar að Myndstefi geta fengið upplýsingar um lögfræðileg atriði sem varða höfundarétt.
  • Aðilar greiða ekki félagsgjöld til Myndstefs.

Fulltrúi FÍT í stjórn Myndstefs er Magnús Hreggviðsson formaður FÍT.

www.myndstef.is


Screen Shot 2017-11-30 at 17.49.06.png


ADC*E   ART DIRECTORS CLUB OF EUROPE
FÍT er aðildarfélagi að Art Directors Club of Europe eða ADC*E sem eru samtök félaga evrópskra hönnuða og auglýsingagerðarfólks.
Formaður FÍT á sæti í stjórn ADC*E.