AÐALFUNDUR FÍT 2017

Aðalfundur FÍT var haldinn 30. nóv. 2017 kl. 12:15 í Listaháskóla Íslands, Þverholti. 

1.  Fundur settur kl. 12:20
Magnús Hreggviðsson formaður setti fundinn. Löglega var boðað til aðalfundar. 

2. Skýrsla stjórnar
Magnús stjórnaði fundinum og fór yfir helstu viðburði starfsársins:
FÍT keppnin og Hönnunarmars
Nýir flokkar voru kynntir fyrir FÍT keppnina 2017 þ.e. Mörkun fyrirtækja, Menningar- og viðburðarmörkun, Auglýsingaherferðir og Stafrænar herferðir. Auk þess voru aðalverðlaun veitt að nýju eftir nokkurra ára hlé. Góð þátttaka var í keppninni eða rúmlega 260 innsendingar. Yfirlitsvefur er á heimasíðu FÍT þar sem úrslitum keppninnar eru gerð skil auk þess sem verðlaunarit FÍT var gefið út skv. venju. 

Verðlaunaafhendingin fór fram í Tjarnarbíó 22. mars, þar voru Dóra Ísleifs og Halla Helgadóttir útnefndar heiðursfélagar FÍT. 

FÍT sýningin var í porti Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur á Hönnunarmars 23.-26. mars ásamt sex öðrum sýningum. Aldrei hafa jafn margir skoðað FÍT sýninguna og komið á opnunina en skv. Listasafninu heimsóttu 3.500 manns safnið þessa daga. 

Sýningar í portinu:
FÍT sýningin - það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum frá 2016
Mæna 8 - tímarit grafískrar hönnunarnema við LHÍ
Rafskinna, teikningar Tryggva Magnússonar (1900-1960) eins af stofnendum FÍT
Hannað/hafnað - Hörður Lárusson, Jón Ari Helgason og Ari Magg
Geimverur og teiknismiðja fyrir börn - HÓMÝ veggspjaldasamsýning 30 myndhöfunda
Feneyjarkarnival - Íris Halldórsdóttir sýndi myndaseríu
Tilbrigði við kleinur - Vigdís Hlíf Sigurðardóttir textíl- og grafíkverk

Þórdís Erla Zoega s
ýningarstjóri
Iona Sjöfn Huntington umsjón með Hönnunarmars fyrir hönd FÍT

ADC*E alþjóðlegt samstarf
Eins og kunnugt er gekk FÍT aftur til liðs við ADC*E árið 2016 en í samstarfinu felst m.a. að öll verk sem tilnefnd eru til verðlauna í FÍT keppninni öðlast þátttökurétt í hinni árlegu ADC*E keppni.
Barcelona nóv. 2017
Art Directors Club of Europe hátíðin fór fram í Barcelona og átti FÍT marga fulltrúa þar. Gagarín leiddi workshopið Augmenting Reality sem færri komust í en vildu. 
Eysteinn Þórðarson og Magnús Ingvar Ágústsson voru valdir í High Potentials verkefnið sem leiðir saman framúrskarandi unga hönnuði og fulltrúa nokkurra leiðandi hönnunar- og auglýsingastofa. Albert Munoz var fulltrúi Jónsson & Lemacks.
Dómnefndarstörf í ADC*E keppninni: fjórir félagsmenn FÍT voru að störfum þ.e. Hörður Kristbjörnsson, Sigrún Gylfadóttir, Sigurður Oddsson og Snæfríð Þorsteins. 
Verðlaun: Kontor Reykjavík fékk tilnefningu fyrir ALVOGEN verkefnið í flokknum Print & Outdoor / Poster advertising og Rakel Tómasdóttir fyrir lokaverkefni sitt frá LHÍ, SILK TYPE, í flokknum Design & Craft / Editorial.  
Einnig fóru fram fundarstörf stjórnar ADC*E þar sem Magnús formaður FÍT er fulltrúi í.
Róm í maí 2017
Rakel Tómasdóttir og Viktor Weisshappel sóttu Creative Express. 

HA tímaritið  sem er útgefið af Hönnunarmiðstöð var sent tvisvar á árinu til félaga.

Fyrirmynd samstarf  
ákveðið var að hefja samstarf við Fyrirmynd samtök myndskreyta sem þær Linda Ólafsdóttir og Erla María Árnadóttir eru að endurvekja (samtökin voru upphaflega stofnuð 1997). FÍT verður einskonar regnhlíf yfir félagið. 

Samstarfssamningur við Hönnunarmiðstöð  umræður eru í gangi um meira samstarf við Hönnunarmiðstöð. Málið verður kynnt nánar fljótlega. 

3. Fjármál starfsárið 01.10.2016 - 30.09.2017
Innkoma á árinu: 
4.985.000 kr. (félagsgjöld um 2,9 millj.kr. og innsendingar í FÍT keppnina um 2 millj.kr.)
Útgjöld - stærstu kostnaðarliðir:
FÍT keppnin og sýning á Hönnunarmars 2,9 millj.kr. m.a. með veglegu prentuðu verðlaunariti og netútgáfu á heimasíðu FÍT. 
HA tímaritið tvö tbl. til félaga 616 þús.kr. 
Afkoma:  Hagnaður ársins kr. 1.026.072,-
Staða í lok árs:  Inneign á bankareikn 01.10.2017 kr. 1.066.255,- 

4. Kosning stjórnar
Klara Arnalds lét af störfum eftir 3 ár í stjórn
Kristín Edda Gylfadóttir lét af störfum eftir 4 ár í stjórn
Sverrir Örn Pálsson fulltrúi nemenda lét af störfum eftir eitt ár skv. venju. 

Ný stjórn er skipuð: 
Magnús Hreggviðsson formaður, Þorleifur Gunnar Gíslason, Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir, Linda Ólafsdóttir (fulltrúi Fyrirmyndar), Ísak Einarsson fulltrúi nemenda. Sigga Rún (Sigríður Kristinsdóttir) varamaður í stjórn. 

5. Félagsgjöld  

Félagsgjaldið verður óbreytt 15 þús.kr. og verður innheimt í ársbyrjun 2018. 

6. Félagskönnun FÍT
FÍT stóð fyrir félagskönnun á meðal hönnuða og myndskreyta um viðhorf til starfsemi félagsins auk starfskjara og innsýn inn í stöðu og vinnuumhverfi þeirra sem starfa í greininni. Niðurstaða könnunarinnar var kynnt á fundinum, 100 manns tóku þátt. 

7. Önnur mál

Á döfinni:
-  Samstarfssamningur við Hönnunarmiðstöð er í skoðun
-  ADC*E ýmsir viðburðir eru framundan, verður kynnt jafnóðum
-  Nýr verðlaunagripur er í skoðun en óhagkvæmt hefur verið að gera gripinn í fyrri mynd
-  Stofnað til samtals: ætti að opna FÍT fyrir fleiri tegundum hönnuða og skapandi fólks?
-  Hugsanlegt samstarf um vinnurými á vegum FÍT í framhaldi af könnun
-  FÍT keppnin 2018, innsendingar í lok jan./byrjun feb. 
-  FÍT sýningin á Hönnunarmars

Fundi var slitið kl. 13:20
Samantekt Kristín Edda


AÐALFUNDUR FÍT 2016

Aðalfundur FÍT var haldinn 20. okt. 2016 kl. 17 í Listaháskóla Íslands, Þverholti.

FUNDARGERÐ

1.  Fundur settur kl. 17:15
Magnús Hreggviðsson formaður setti fundinn. Löglega var boðað til aðalfundar.

2.  Skýrsla stjórnar
Magnús Hreggviðsson formaður, sem stjórnaði fundinum, fór yfir helstu viðburði starfsársins:

Heimsíða FÍT fór í loftið á síðasta aðalfundi. Vonir standa til að ensk útgáfa síðunnar verði tilbúin fljótlega á nýju ári.

ADC*E - FÍT gekk að nýju til liðs við ADC*E eða Art Directors Club of Europe eftir tveggja ára hlé. ADC*E eru samtök félaga evrópskra hönnuða og auglýsingagerðarfólks.
Þannig geta verk sem vinna til verðlauna í hinni árlegu FÍT keppni um það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi, tekið þátt í alþjóðlegri samkeppni þar sem það besta í grafískri hönnun og auglýsingagerð í Evrópu er verðlaunað ár hvert. Keppnin er dæmd af um 50 fagaðilum alls staðar að úr Evrópu. Formaður FÍT á sæti í stjórn ADC*E og sótti hann tvo fundi/viðburði á vegum samtakanna ytra.
FÍT sendi þrjá dómara í keppnina erlendis nú í haust en fjögur verðlaunaverkefni úr FÍT keppninnu voru tilnefnd: Innri fegurð - Interactive & Mobile, Íslenskt lamb – Corporate Brand Identity, Sopranos – Film and Radio, Orka til framtíðar – Interactive and Mobile

FÍT keppnin og Hönnunarmars

Verðlaunaafhending FÍT keppninnar fór fram í Tjarnarbíó daginn fyrir opnun Hönnunarmars. Þar var Hörður Lárusson útnefndur heiðursfélagi FÍT.
FÍT sýningin var opnuð sama kvöld í húsi Sjávarklasans á Granda ásamt sex öðrum sýningum tengdum grafískri hönnun og myndskreytingum:

  • FÍT keppnin 2016 – það besta í grafísk hönnun og myndskreytingum á Íslandi árið 2015. Keppnin var haldin í sextánda skiptið. Dómnefnd valdi þau verk sem þóttu skara fram úr og verkin sem unnu til verðlauna og viðurkenninga voru sýnd á veglegri sýningu.
  • Vættir, veggspjaldasamsýning 36 teiknara sem var haldin í annað skipti á HönnunarMars. Myndefnið að þessu sinni var „Vættir“ eða yfirnáttúrulegar verur, sem hver teiknari túlkaði á sinn hátt.
  • Mæna tímarit um hönnun á Íslandi er gefið út árlega af nemendum á lokaári í grafískri hönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, í samstarfi við prentsmiðjurna Odda og Gunnar Eggerts.
  • Hamskipti. Nemendur á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands voru með veggspjaldasýningu þar sem þeir nálguðust hugtakið „hamskipti“ á ólíkan hátt.
  • Hunters by Studio Erla & Jónas "Hunters" röð teikninga sem unnar eru með blandaðri tækni og sýna börn halda í æskuna og leikgleðina. Vinnustofa Erlu & Jónasar, hönnunar- og myndskreytistúdíó, rekið af hjónunum Erlu Maríu Árnadóttur og Jónas Valtýssyni.
  • The Art of Graphic Storytelling. Vinnustofa og sýning Nikki Kurt; Graphic Storytelling - sýnir á grafískan hátt hvernig við hlustum og meðtökum upplýsingar.
  • Places of Origin. Polish Graphic Design in Context. Grafísk hönnun frá Póllandi í landfræðilegu- og menningarlegu samhengi.

3.  Fjármál
Innkoma á árinu: félagsgjöld um 1,6 millj.kr.   innsendingar í FÍT keppnina 1,8 millj.kr.
Útgjöld – helstu kostnaðarliðir:
FÍT keppnin og sýning á Hönnunarmars 2,8 millj.kr. þ.á.m. veglegt prentað verðlaunarit og netútgáfa um þau verk sem unnu til verðlauna.  
HA tímaritið tvö tbl. til félaga 560 þús.kr.

Heimasíða FÍT 230 þús.kr.
ADC*E 203 þús.kr.
Afkoma: tap ársins var 714 þús.kr.
Staða í lok starfsárs: inneign á bankareikn. FÍT í lok árs 40.183 kr.

4.  Kosning stjórnar
Rebekku Alberts var sérstaklega þakkað fyrir góð störf á árinu sem fulltrúi nemenda, en hún lætur nú að störfum.
Ein staða var laus og var Klara Arnalds kosin til áframhaldandi setu í stjórn.
Núverandi stjórn skipa: Magnús Hreggviðsson, Klara Arnalds, Þorleifur Gunnar Gíslason og Kristín Edda Gylfadóttir ásamt Sverri Erni Pálssyni sem er nýr fulltrúi nemenda.
Auk þess var kosið um tengilið FÍT við Hönnunarmars, Iona Sjöfn Huntingdon-Williams gaf kost á sér í það embætti. 

5.  Félagsgjöld næsta árs

Samþykkt var að hækka félagsgjaldið úr 12 þús.kr. í 15 þús. kr. Félagsgjaldið verður innheimt í byrjun árs 2016. Þetta er gert til að mæta halla í rekstri félagsins, sem má rekja til hærri kostnaðar vegna hækkunar almenns verðlags, auk aukinna umsvifa í starfi félagsins.

6. Hugsanlegt samstarf FÍT við Hönnunarmiðstöð (HM)

Hörður Lárusson heiðursfélagi FÍT og formaður stjórnar HM kynnti hugsanlegt samstarf FÍT og HM. Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Félags íslenskra teiknara, Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins og Félags íslenskra gullsmiða.

HM hefur lagt fram tillögu um aukið samstarf við félögin. Ýmsir möguleikar gætu falist í slíku samstarfi, t.d. að HM sjái um innheimtu félagsgjalda og daglegan rekstur svo stjórnir gætu frekar einbeitt sér að faglegri hliðum. Einnig gætu heimasíður félaganna hugsanlega verið saman undir hatti HM og félagsskírteini/afslættir til félaga svo eitthvað sé nefnt.


Stjórn FÍT mun ræða hugmyndina á næstu mánuðum við HM og kynna málið fyrir félögum þegar að því kemur.

Fundi var slitið kl. 18:15.
Samantekt Kristín Edda